Alþingi niðurlægt af iðnaðarráðherra

Alþingi var niðurlægt af iðnaðarráðherra, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og var ósáttur við að fá engin svör frá Össuri Skarphéðinssyni um stýrivaxtahækkunina. Guðna þótti Össur snúa út úr fyrir sér og ekki svara spurningum um hvernig staðið hafi verið að ákvörðun um stýrivaxtahækkun. Miðað við upplýsingar á opnum fundi efnahags- og skattanefndar hefði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki tekið ákvörðun um stýrivextina.


Össur sagði Seðlabankastjóra taka ákvörðun um stýrivexti en Guðni vildi svör um hvort Össuri hafi þá ekki verið kunnugt um þá fyrirætlan. Þótti Guðna Össur engu svara og spurði hvort ríkisstjórnin væri kannski klofin í afstöðu sinni til stýrivaxtahækkunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert