Skúrinn var kaffiskúr fyrir garðyrkjustarfsmenn

Hluti af gafli skúrsins sprakk út við sprenginguna.
Hluti af gafli skúrsins sprakk út við sprenginguna. mbl.is/Júlíus

Vinnuskúrinn í Grundargerði í Reykjavík, þar sem alvarleg slys urðu á ungmennum eftir gassprengingu í gærkvöldi,  var í eigu Reykjavíkurborgar. Skúrnum hafi verið lokað fyrir veturinn. Engin eldfim efni né gaskútar voru geymd í skúrnum. Húsnæðið var notað sem verkfæra- og kaffiskúr fyrir starfsmenn Garðyrkjunnar í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-og samgöngusviði Reykjavíkurborgar var gerð tilraun um liðna helgi til að brjótast inn í skúrinn og var húsasmiður því fenginn í kjölfarið á mánudagsmorgni til að gera við skemmdirnar.

Sex unglingar voru flutt á sjúkrahús með alvarleg brunasár í gærkvöldi eftir að gassprenging varð í skúrnum. Ungmennin voru á gjörgæsludeild Landspítala í nótt.

Fram kom að gaskútur var inni í skúrnum þegar að var komið í gærkvöld.i  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert