Peningamálastefnan verði endurskoðuð strax

Frá fundi Viðskiptaráðs Íslands
Frá fundi Viðskiptaráðs Íslands mbl.is/Golli

Viðskiptaráð Íslands tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og vill að peningamálastefnan verði endurskoðuð þegar í stað. Í því sambandi sé nauðsynlegt að sem fyrst náist niðurstaða um stefnu í Evrópumálum.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, segir að stjórn VÍ hafi ekki tekið afstöðu til þess, hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru eða ekki, en vilji hafa allar mögulegar leiðir uppi á borðum og strika ekki eina leið út frekar en aðra.

Viðskiptaþing verður í febrúar. Finnur segir að fyrir atburði nýliðinna vikna hafi verið gert ráð fyrir að viðfangsefni þingsins yrði hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú væri hinsvegar líklegt að viðfangsefnið yrði skilgreint víðar, en auk þess að ákveða skýra stefnu í alþjóðasamskiptum væri nauðsynlegt að huga að enduruppbyggingu á orðspori Íslands, hvernig styrkja mætti grunnstoðir efnahagslífsins, umhverfi nýsköpunar, fjármögnun fyrirtækja og fleira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert