Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks

Frá landsfundi VG. Flokkurinn nýtur nú næst mest fylgis af …
Frá landsfundi VG. Flokkurinn nýtur nú næst mest fylgis af stjórnmálaflokkunum. mbl.is/ÞÖK

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist nú meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna í 15 ár.  46% segjast styðja ríkisstjórnina og er þetta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu sem stuðningur við ríkisstjórnina mælist undir 50%.

Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Samfylkingar 31,3%, en var 33% í könnun Gallup fyrir mánuði. Fylgi VG mælist nú 27,3% en var  22% í síðustu könnun og 14% í þingkosningum á síðasta ári. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 26,2% en var 31% í september, fylgi Framsóknarflokks er nú 10,4%, sama og  síðast og fylgi Frjálslynda flokksins er 3,3%. Íslandshreyfingin mælist með 1% fylgi.

Ef þetta væri niðurstaða kosninga fengi Samfylking 21 þingmann, VG 18, Sjálfstæðisflokkur 17 og Framsóknarflokkur 7. Frjálslyndir næðu ekki manni á þing.

Fylgi Sjálfstæðisflokks er mun meira í röðum karla (31%) en kvenna (21%).  Mun fleiri konur (36%) styðja hins vegar Samfylkingu en karlar (27%). Það sama er að segja um VG sem nýtur 31% fylgis meðal kvenna og 24% meðal karla. Þá segjast 12% karla styðja Framsóknarflokk en 9% kvenna.

Úrtakið í könnuninni var 6000 manns en könnunin var gerð dagana 29. september, daginn sem stjórnvöld tilkynntu að þrír fjórðu hlutar Glitnis yrðu teknir í ríkiseigu, til 26. október. Svarhlutfall var 66%  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert