Landhelgisgæslur Íslands og Bandaríkjanna semja

Björn Bjarnason og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, að …
Björn Bjarnason og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, að lokinni undirritun.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, rituðu í gær undir yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands á fundi í Washington.

Yfirlýsingin byggist á samkomulagi Bandaríkjanna og Íslands frá 11. október 2006 um öryggis- og varnarmál, en þar eru ákvæði um samstarf borgaralegra stofnana landanna á sviði öryggismála.

Samkvæmt yfirlýsingunni munu strandgæslan og landhelgisgæslan styrkja samstarf sitt á ýmsum sviðum, svo sem við leit og björgun, stjórn á siglingum, mengunareftirlit á hafinu og almenna öryggisgæslu þar. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiginlegri þjálfun og menntun starfsmanna eftir því sem nauðsynlegt er til að treysta samstarfið sem best.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert