Kaupþing hækkar vexti

Nýja Kaupþing hækkar á morgun óverðtryggða vexti inn- og útlána í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 6 prósentur.

Yfirdráttarvextir hækka um 3%, vextir á óverðtryggðum veltureikningum hækka um 3%, vextir á óverðtryggðum skuldabréfum og víxlum hækka um 6% og vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum hækka um 6%.

Kjör á verðtryggðum inn og útlánum breytast ekki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert