Segir fyrirtæki misnota launalækkun

Gylfi Arinbjörnsson.
Gylfi Arinbjörnsson.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í fréttum Útvarpsins, að dæmi væru um að fyrirtæki misnoti sér dökkar horfur í efnahagslífi og lækki laun starfsmanna sinna þótt fyrirtækið sjái ekki fram á fjárhagsörðugleika.

Gylfi bað þau fyrirtæki, sem þurfa að grípa til launalækkunar, að hlífa þeim lægst launuðu. Hann sagði starfsfólk fyrirtækja yfirleitt reiðubúið að leggja sitt af mörgum til að komist verði hjá uppsögnum. En stjórnendur fyrirtækja verði að fara að með gát. Þegar starfshlutfall sé lækkað eigi vinnan að minnka sem því nemur. Starfsfólk í 80% starfshlutfalli eigi því að mæta fjóra daga í viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert