Íslendingar erlendis sýna áhuga á jarðakaupum

mbl.is/Hjálmar

Kaup og sala á bújörðum hefur verið í lágmarki undanfarna mánuði. Eina lífsmarkið í þessum viðskiptum hefur komið frá Norðurlöndum, en nokkuð er um að Íslendingar í nágrannalöndunum hafi sýnt áhuga á og jafnvel keypt jarðir hér á landi.

Magnús Leópoldsson í Fasteignamiðstöðinni hefur á undanförnum árum verið áberandi í þessum viðskiptum og segir hann að það sé eins og allir séu að bíða eftir að eitthvað gerist. Það sem af er ári nemi viðskiptin með bújarðir aðeins um fimmtungi þess sem verið hefur undanfarin ár. Þá hafi heildarsalan á ári verið á annað hundrað jarðir.

„Kyrrstaðan hefur verið ótrúlega mikil allt þetta ár,“ segir Magnús. „Upp á síðkastið hefur verið nokkuð um fyrirspurnir frá Íslendingum erlendis, einkum á Norðurlöndum. Við höfum fundið fyrir undirliggjandi áhuga, sem er í sjálfu sér ekki skrýtið. Við getum tekið dæmi af manni sem hefur búið í Noregi í 20 ár og haft þokkalegar tekjur í norskum krónum. Hann áttar sig allt í einu á því að hægt er að fá jörð á Íslandi fyrir helmingi lægra verð en fyrir ári. Ég er með dæmi um nokkrar svona sölur og til okkar er hringt þessa dagana frá öllum Norðurlöndum,“ segir Magnús.

Þrátt fyrir kyrrstöðuna segist hann ekki skynja verðlækkun í íslenskum krónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert