Löngu ákveðin hlutafjáraukning

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn

 Það er verið að setja 1.500 milljónir inn í félagið, ekki flókið mál. Þetta er hlutafjáraukning í samræmi við það sem var ákveðið í febrúar á þessu ári,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson en greint var frá því í fréttum Útvarps, að Rauðsól ehf., félag í eigu Jóns Ásgeirs, hefði keypt 365 miðla fyrir 1,5 milljarð króna.

Jón Ásgeir segir sömu eigendurna vera að setja inn nýtt hlutafé í 365 og frétt Útvarpsins sé ekki rétt.

„Ég á nákvæmlega sama hlut í þessu félagi og ég á í 365 í dag. Þetta er ekki breyting, það er verið að gefa út nýtt hlutafé, ef enginn vill taka þátt þá kaupi ég það, ef allir vilja taka þátt þá á ég jafnmikið og ég á í dag. 365 er einkafélag en ekki skráð hlutafélag, þetta er félag í eigu okkar stjórnarmanna í félaginu. Það er verið að setja peningana, sem var lagt til að setja inn í félagið í febrúar, inn núna. Það þjónar öllum lánveitendum félagsins að fá inn í félagið nýtt fé.“

Árni Hauksson sagði sig í gær úr stjórn 365 og vildi hann ekki tjá sig um málið þegar mbl.is leitaði til hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert