Snarpur skjálfti við Grindavík

Snarpur jarðskjálfti varð vestur af Grindavík klukkan 17:47 í dag. Skjálftinn mældist 4,3 á Richter. Upptök hans voru tæpa 4 kílómetra vestur af Grindavík. Skjálftans varð víða vart á Reykjanesi. Heimamenn í Grindavík segja skjálftann þann harðasta sem hafi komið. Engir eftirskjálftar hafa fylgt.

Að sögn veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands hafa margir hringt til að tilkynna um skjálftann en hann fannst vel á Reykjanesi. Upptökin voru þar sem Reykjaneshryggurinn gengur á land, nálægt Reykjanesvita. Ómögulegt er að segja til um hvort eftirskjálftar fylgi í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert