Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann með hnífi í bak og handlegg.

Til frádráttar refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald ákærða sem hefur sætt frá 6. ágúst sl. 

Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Sævari Sævarssyni fyrir tilraun til manndráps, en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Aðfaranótt föstudagsins 1. ágúst sl., réðst Sævar á karlmann við Hverfisgötu í Reykjavík og stakk hann með hnífi í bak vinstra megin og vinstri framhandlegg. Maðurinn hlaut stungusár inn í brjósthol og inn í lungað með loftbrjósti og blæðingu í brjóstholi, og stungusár á vinstri framhandlegg fyrir neðan olnboga sem olli áverka á ölnartaug.

Sævari gert gert að greiða brotaþolanum 829.240 krónur ásamt vöxtum í skaðabætur. Þá er honum gert að greiða allan sakarkostnað málsins,  samtals 1.016.233 krónur, þar með talin 772.149 króna réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert