Austlendingar þakka Færeyjum

Íslendingar eru þakklátir Færeyingum.
Íslendingar eru þakklátir Færeyingum. mbl.is/Þorkell

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hefur sent frá sér þakkir til Færeyinga og Færeysku landstjórnarinnar.  

Yfirlýsing SSA er svohljóðandi:

„Stjórn SSA,Samband sveitarfélaga á Austurlandi,metur mikils þann hlýhug og stuðning sem Færeyska þjóðin sýnir Íslendingum og Austfirðingum í þeim efnahagslegu hremmingum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir.

Samvinna og gagnkvæm virðing góðra nágranna , Austfirðinga og Færeyinga, til margra ára stendur á traustum grunni og sveitarfélögin á Austurlandi og íbúar Austurlands þakka því vinum sínum í Færeyjum ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum.

Lifið heilir-góðu vinir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert