Ekkert land hrunið hraðar

Íslendingar eru í mótbyr þessa dagana.
Íslendingar eru í mótbyr þessa dagana. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Furðulostnir Íslendingar streða eftir hrun efnahagslífsins" er fyrirsögn langrar greinar um efnahag og hugarástand Íslendinga, sem birt er á vef New York Times í dag. Höfundurinn, Sarah Lyall, ræðir þar við nokkra Íslendinga og bregður upp mynd af ástandinu og andrúmsloftinu í samfélaginu.  

Segir í grein Lyall að hrunið hafi gerst svo skyndilega að kona ein líkti því við að hafa orðið fyrir lest. Annar viðmælandi hennar lýsir því svo að það sé engu líkara en að hafa verið fangelsaður, en vita ekki hvað maður hafi gert af sér.

Lyall segir að svo virðist sem samfélagið sé í áfalli. Fyrir mánuði þegar fyrsti skellurinn kom hafi hann virst eins og slæmur draumur en nú séu Íslendingar að vakna til þess að martröðin sé að rætast.

Hún segir frá því hvernig fólk hafi tapað sparifé sínu, hvernig verðlag sé á uppleið, hvernig veitingastaðir séu nánast tómir, hvernig gengi krónunnar hafi hrunið og gjaldeyrir sé skammtaður svo fyrirtæki eigi erfitt með að stunda viðskipti erlendis.

„Ekkert land hefur nokkru sinni hrunið eins hratt og illa á friðartímum," segir Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics í viðtali við Lyall.

Grein Sarah Lyall í New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert