Kaldi, Skjálfti, Jökull, Móri

Reuters

Þrjú smábrugghús brugga ýmsar tegundir bjórs, en nöfnin koma upp um íslenskan uppruna. Jökull er undan rótum Snæfellsjökuls, Kaldi er frá Árskógsströnd og Skjálfti er auðvitað af Suðurlandsundirlendinu. Þaðan er líka Móri, sem hlýtur að vera göróttur.

Þrjú íslensk smábrugghús starfa nú á landinu; Mjöður, brugghús í Stykkishólmi, Bruggsmiðjan Árskógssandi og Ölvisholt brugghús nálægt Selfossi.

Stóru ölgerðirnar, Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vífilfell, brugga eftir sem áður meirihluta þess bjórs sem drukkinn er hérlendis.

Þessi nýja bjórbylgja á Íslandi er undir áhrifum frá svipaðri þróun í Danmörku, en þar eru starfandi margir tugir smábrugghúsa og hefja mörg ný  starfsemi á ári hverju. Nánar í sunnudagsblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert