Eldsneyti hækkar hjá N1

mbl.is/Frikki

N1 hækkaði í dag verð á eldsneyti um 4-6 krónur  vegna uppsafnaðar veikingar krónunnar á móti Bandaríkjadal.

Lítri af bensíni hækkar um 4 krónur og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu 158,50 krónur. Lítri af dísilolíu hækkar um 6 krónur og kostar þá 182,60 krónur.

Félagið segir, að gríðarleg verðlækkun á olíumörkuðum hafi ekki megnað að bæta upp veikingu krónunnar og því sé verðhækkun nauðsynleg. Það bendir á að þrátt fyrir hækkunina nú sé verðið 17-18 krónum lægra en það var fyrir mánuði.

N1 segir að nægar eldsneytisbirgðir séu í landinu til næstu vikna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert