Allt of dýrt ratsjáreftirlit?

Mynd úr evrópska ratsjártunglinu Envisat.
Mynd úr evrópska ratsjártunglinu Envisat. mbl.is

Í minnisblaði um kostnað við ratsjáreftirlit, sem m.a. hefur verið til skoðunar í fjármálaráðuneytinu, kemur fram að ef ratsjáreftirliti væri sinnt í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð gæti kostnaður við eftirlitið numið 400–500 milljónum króna en ekki 822 milljónum eins og nú er gert ráð fyrir.

Ratsjáreftirliti, þ.e. rekstri ratsjárkerfisins sem Bandaríkjaher byggði upp á sínum tíma, er nú sinnt af Varnarmálastofnun og er áætlaður kostnaður stofnunarinnar vegna þess 822 milljónir króna á þessu ári og er gert ráð fyrir að hann verði svipaður á því næsta. Miðað við kostnaðaráætlunina sem er í minnisblaðinu væri því hægt að spara 300–400 milljónir á ári. Til samanburðar má t.d. nefna að á fjárlögum 2008 var gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna Námsgagnastofnunar myndi nema 380 milljónum króna.

Í minnisblaðinu er miðað við að ratsjáreftirliti yrði sinnt í Björgunarmiðstöðinni allan sólarhringinn en auk þess væri vakt hjá Flugstoðum.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er kostnaðaráætlunin ýtarleg. Gert er ráð fyrir að starfsmannakostnaður yrði 210-220 milljónir á ári, rekstur fasteigna myndi kosta um 80 milljónir á ári og annar kostnaður, s.s. vegna viðhalds á ratsjám og við fjarskipti, yrði hátt í 200 milljónir. Ef þessar fjárhæðir eru teknar saman nemur kostnaðurinn um 500 milljónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert