Guðni einn á báti?

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/Sverrir

Þingflokkur Framsóknarflokksins samanstendur af sjö þingmönnum. Þar af eru tveir í Suðurkjördæmi, þrír í Norðausturkjördæmi, einn í Suðvesturkjördæmi og einn í Norðvesturkjördæmi.

Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, báðir úr Suðurkjördæmi, unnu náið saman. Flestir hinna þingmanna flokksins, að Siv Friðleifsdóttur undanskilinni, hafa til þess ekki talist til stuðningsmannakjarna Guðna Ágústssonar, þvert á móti. Málefnaágreiningur, meðal annars í Evrópumálum, hefur verið augljós og opinber undanfarna mánuði.

Heimildarmenn Morgunblaðsins innan Framsóknarflokksins sögðu augljóst mál að Guðni væri ekki með fólk sér við hlið, sem teldist til stuðningsmanna hans og hann myndi eflaust eiga í vandræðum með að „leiða mál til lykta í takt við hans sýn“ eins og einn heimildarmanna komst að orði.

„Ég held að þeir sem eru að dreifa því að ég geti ekki unnið með þingmönnum Framsóknarflokksins ættu að beina kröftum sínum í aðrar áttir. Ég vinn vel með mínu fólki og við höldum ótrauð áfram,“ segir Guðni.

Hávær orðrómur hefur verið uppi um það að Valgerður Sverrisdóttir ætli sér að verða formaður í Framsóknarflokknum á landsþingi flokksins í mars. Aðspurð sagðist hún í gær ekki vera búin að ákveða neitt í þeim efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert