Hefur jákvæð áhrif á umferð og öryggi

Fyrirhuguð gatnamót við Leirvogstungu og Tungumela í Mosfellsbæ
Fyrirhuguð gatnamót við Leirvogstungu og Tungumela í Mosfellsbæ

Mislæg vegamót Hringvegar við Leirvogstungu og Tungumela í Mosfellsbæ koma til með að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og umferðaröryggi að mati Skipulagsstofnunar. Gatnamótin munu hins vegar breyta töluvert ásýnd svæðisins á milli Köldukvíslar og Leirvogsár.

Í mati Skipulagsstofnunar segir ennfremur að áhrif umferðar á hljóðstig í íbúðarhverfi í Leirvogstungu verði ekki verulega neikvæð, þar sem hljóðstig í íbúðarbyggð við Leirvogstungu verði undir viðmiðunarmörkum reglugerðar um hávaða. Þá eru fyrirhugaðar aðgerðir um meðhöndlun ofanvatns af götum, til þess fallnar að draga úr eða koma í veg fyrir mengunaráhrif á lífríki Leirvogsár og Köldukvíslar, bæði á framkvæmda- og rekstrartíma.

Nánar um álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert