Máluðu Valhöll rauða í nótt

mbl.is/Júlíus

Norðurhlið Valhallar, flokkshúss Sjálfstæðisflokksins, var sprautumáluð rauð í nótt. Rauði liturinn nær í allt að sex metra hæð. Lögreglan fékk ábendingar um nýja litinn frá Securitas-öryggisvörðum, um klukkan þrjú í nótt. Lögreglan var þá í útkalli vegna innbrots í Ármúla. Vegna þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að auka öryggisgæslu við húsið.

Ekki er vitað hverjir voru að verki, en lögreglan hafði fengið nafnlausa ábendingu um að mála ætti Alþingishúsið þá um nóttina. Lögreglan vaktaði því þingið.

Þar sáust tveir hettuklæddir ungir menn hlaupa á brott um miðnættið eftir að hafa sprengt stóra flugeldatertu fyrir framan Alþingishúsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert