Ríkissjóður ekki aflögufær

Árni Mathiesen ávarpaði fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun.
Árni Mathiesen ávarpaði fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun. mbl.is/Kristinn

 Árni Mathiesen fjármálaráðherra ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nú í morgun. Í máli hans kom fram atvinnulausum hefur fjölgað um 1.300 frá októberbyrjun fram til dagsins í dag. Þá sagði hann atvinnuleysi munu hækka verulega í næsta mánuði og verða um 3,5%. Hann sagði ljóst að þessi þróun nú leggist langþyngst á höfuðborgarsvæðið, hvað sem síðar kann að verða.

Hann sagði skatttekjur dragast saman á næstunni, útgjöld minnka og vaxtamunur verða neikvæður svo verulegu máli skiptir. Þá muni eftirspurn og hagvöxtur dragast mjög hratt saman. Þó sagði hann óvissu ríkja um flesta þætti í ríkisfjármálunum.  Hann sagði ekki ólíklegt að tekjur ríkissjóðs gætu dregist saman um fjórðung á milli áranna 2008 og 2009. 

Hann sagði þá liggja fyrir að framlög ríkissjóðs til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga geti dregist saman um allavega 10%.

Árni talaði einnig um skuldir ríkissjóðs, sem hafa aukist mjög að undanförnu, ekki síst vegna yfirtöku á viðskiptabönkunum og yfirtöku á skuldabréfum þeim tengdum. Hann sagði ljóst að hið opinbera þurfi að skera niður útgjöld verulega á næstu árum. Bæði ríki og sveitarfélög. Hann sagði að ríkissjóður yrði ekki aflögufær til þess að minnka skuldir sveitarfélaganna á næstu árum.

Hann mælti með setningu fjármálareglna fyrir sveitarfélög, til þess að liðka fyrir því að draga úr útgjöldum hins opinbera. Einnig tók hann fram í svari við fyrirspurn fundarmanns að samráð ríkis og sveitarfélaga þyrfti að þétta á næstunni og leggja eldri deilumál góðæristíma til hliðar.

Versta staða sem hefur sést

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni fyrr í morgun að fjárhagsstaða sveitarfélaganna nú væri sú langversta sem hefði sést. Hann greip til margnotaðrar myndlíkingar og sagði sveitarfélög nú sigla löskuðu fleyi til lands. Hann sagði sveitarfélögin þurfa að leita til síns fjárhagslega bakhjarls, ríkisins, og sagði fjármálaráðherra sýna því skilning þó hann standi sjálfur frammi fyrir alvarlegum vanda ríkissjóðs.

Hann sagði árið 2007 ekki viðmiðunarhæft við neitt, þegar fjárhagur sveitarfélaga er annars vegar. Lóðasala, sem var stór hluti tekna sveitarfélaga á þeim tíma, er nú að koma til baka í höfuðið á stjórnendum sveitarfélaganna þar sem lóðum er skilað í miklu magni.

Halldór talaði einnig um gjaldskrár sveitarfélaga og lagði áherslu á að sveitarfélög í landinu fylgist að í þeim málum á næstu misserum. Hann kvað það óábyrgt að segja að skattar og gjöld verði ekki hækkuð á næstunni, það sé ekki hægt nema að draga úr þjónustu. Þá talaði hann um nauðsyn þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélaga.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is /Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Innlent »

Ruddu tvo og hálfan hringveg

05:30 Snjórinn sem féll á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags og mældist þá 51 sm að dýpt er sá næstmesti sem fallið hefur þar síðan mælingar hófust. Mestur var hann í janúar 1937 og þá mældist dýptin 55 sm. Meira »

Tíu heiðlóur í Sandgerði

05:30 Tíu bústnar heiðlóur í vetrarbúningi voru að fá sér í gogginn í Sandgerði á sunnudaginn var.   Meira »

Erfitt að finna hver ber ábyrgð

05:30 Margir aðilar koma til greina þegar mygluskemmdir verða á fasteignum. Mygla myndast vegna raka en orsakir þess að raki myndast geta verið margar. Meira »

Kalt á landinu næstu daga

Í gær, 23:44 Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir norðaustanátt, 8-15 metrum á sekúndu, en 13-18 m/s suðaustan til á landinu. Éljum norðan- og austanlands, en björtu veðri sunnan heiða. Meira »

Gunnar er fundinn

Í gær, 23:18 Gunnar Þorsteinsson, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, hefur skilað sér heim. Lögreglan þakkar alla veitta aðstoð. Meira »

Hálka og skafrenningur víða

Í gær, 22:32 Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Suðurlandi er allvíða nokkur hálka eða snjóþekja. Hálka og skafrenningur er við Ingólfsfjall. Meira »

Ók á ljósastaur og brunahana

Í gær, 22:15 Ekið var á ljósastaur og brunahana á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi urðu engin slys á fólki en ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku. Meira »

Söfnuðu 660 þúsund krónum

Í gær, 22:25 Kvennakórinn Katla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins, færðu í dag fulltrúum Geðhjálpar og Rauða krossins afrakstur jólatónleika sinna. Upphæðin, um 660 þúsund krónur, rennur til Útmeð'a verkefnisins. Meira »

Lögreglan leitar að Gunnari

Í gær, 22:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Þorsteinssyni. Gunnar, sem er alzheimer-sjúklingur, er klæddur í dökkgráa flíspeysu, gallabuxur og græn stígvél. Meira »

Bjóst við annarri niðurstöðu

Í gær, 21:48 Sú niðurstaða endurupptökunefndar að synja Erlu Bolladóttur um upptöku dóms hennar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom henni í opna skjöldu. Hún sagðist í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld ekki hafa átt von á þeirri niðurstöðu. Meira »

„Það er að skapast neyðarástand“

Í gær, 21:29 Fyrirsjáanlegur kennaraskortur er fyrir höndum samkvæmt nýrri skýrslu frá Ríkisendurskoðun um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar á Íslandi. „Þetta er samfélagslegur vandi sem þarf að bregðast við,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ. Meira »

Hittumst og spilum Zwift á sama neti

Í gær, 21:27 Fyrsta Íslandsmótið í Zwift verður haldið í byrjun næsta mánaðar, þegar hópur hjólreiðamanna kemur saman í húsakynnum CCP og reynir með sér í innanhússhjólreiðum. Erlendur S. Þorsteinsson og Leifur Geir Hafsteinsson eiga heiðurinn af skipulagningu mótsins, sem þeir vona að verði það fyrsta af mörgum. Meira »

„Brjálæðislega flottur dagur“ myndasyrpa

Í gær, 20:55 „Það hefur verið svakaleg traffík hjá okkur í dag,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli, í samtali við mbl.is en snjórinn sem kyngdi niður um helgina hefur hleypt auknu lífi í skíðasvæðið í Bláfjöllum. Meira »

Vilja kynnast íslenskum fjölskyldum

Í gær, 18:54 „Þú ferð ekki bara í næsta hús og biður fólk um að fara að hanga með þér. En ég myndi vilja kynnast íslenskri fjölskyldu,“ segir maður sem kom hingað á eigin vegum og sótti um vernd. Rætt er við flóttafólk sem hingað hefur komið í nýrri skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Meira »

„Í dauðafæri“ til að endurskoða kerfið

Í gær, 17:48 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurnum þingmanna um eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki á Alþingi í dag. Sagði hann mikilvægt að skapa traust bankakerfi á Íslandi. Meira »

Fönnin gleður hunda og menn

Í gær, 19:30 Fannfergið sem herjaði á borgarbúa í gær mátti nýta til margra góðra hluta í bjartviðrinu. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, kvikmyndagerðarmaður var snemma dags á ferli við Hádegismóa til þess að nýta daginn sem best til útiveru áður en haldið var á Edduverðlaunin sem veitt voru í gærkvöldi. Meira »

Tónlistarmæðgur búa saman til bíó

Í gær, 18:30 Eva Ingolf er klassískur fiðluleikari sem byrjaði að spila þegar hún var lítil og lauk seinna meir háskólanámi í fiðluleik. Andrea Kristinsdóttir, sem alltaf er kölluð Andi, byrjaði þriggja ára að læra á fiðlu eins og mamma hennar. Meira »

Ófært á Breiðdalsheiði og Öxi

Í gær, 17:27 Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Suðurlandi er allvíða nokkur hálka eða snjóþekja. Meira »
Toyo 225/60R 17 harðkorna
Til sölu mjög góð 4 stk Toyo harðkorna dekk 225/60 R17. verð 60.000 kr. Upplý...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Transporter 2001
Til sölu W. Transporter árg 2001 ek. 233þús.km. Bílinn er í góðu lagi, skoðaður...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Bin...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ás st...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Bakka- ...
L fjölnir 6017022819 iii
Félagsstarf
? FJÖLNIR 6017022819 III Mynd af augl...