Ríkissjóður ekki aflögufær

Árni Mathiesen ávarpaði fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun.
Árni Mathiesen ávarpaði fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun. mbl.is/Kristinn

 Árni Mathiesen fjármálaráðherra ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nú í morgun. Í máli hans kom fram atvinnulausum hefur fjölgað um 1.300 frá októberbyrjun fram til dagsins í dag. Þá sagði hann atvinnuleysi munu hækka verulega í næsta mánuði og verða um 3,5%. Hann sagði ljóst að þessi þróun nú leggist langþyngst á höfuðborgarsvæðið, hvað sem síðar kann að verða.

Hann sagði skatttekjur dragast saman á næstunni, útgjöld minnka og vaxtamunur verða neikvæður svo verulegu máli skiptir. Þá muni eftirspurn og hagvöxtur dragast mjög hratt saman. Þó sagði hann óvissu ríkja um flesta þætti í ríkisfjármálunum.  Hann sagði ekki ólíklegt að tekjur ríkissjóðs gætu dregist saman um fjórðung á milli áranna 2008 og 2009. 

Hann sagði þá liggja fyrir að framlög ríkissjóðs til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga geti dregist saman um allavega 10%.

Árni talaði einnig um skuldir ríkissjóðs, sem hafa aukist mjög að undanförnu, ekki síst vegna yfirtöku á viðskiptabönkunum og yfirtöku á skuldabréfum þeim tengdum. Hann sagði ljóst að hið opinbera þurfi að skera niður útgjöld verulega á næstu árum. Bæði ríki og sveitarfélög. Hann sagði að ríkissjóður yrði ekki aflögufær til þess að minnka skuldir sveitarfélaganna á næstu árum.

Hann mælti með setningu fjármálareglna fyrir sveitarfélög, til þess að liðka fyrir því að draga úr útgjöldum hins opinbera. Einnig tók hann fram í svari við fyrirspurn fundarmanns að samráð ríkis og sveitarfélaga þyrfti að þétta á næstunni og leggja eldri deilumál góðæristíma til hliðar.

Versta staða sem hefur sést

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni fyrr í morgun að fjárhagsstaða sveitarfélaganna nú væri sú langversta sem hefði sést. Hann greip til margnotaðrar myndlíkingar og sagði sveitarfélög nú sigla löskuðu fleyi til lands. Hann sagði sveitarfélögin þurfa að leita til síns fjárhagslega bakhjarls, ríkisins, og sagði fjármálaráðherra sýna því skilning þó hann standi sjálfur frammi fyrir alvarlegum vanda ríkissjóðs.

Hann sagði árið 2007 ekki viðmiðunarhæft við neitt, þegar fjárhagur sveitarfélaga er annars vegar. Lóðasala, sem var stór hluti tekna sveitarfélaga á þeim tíma, er nú að koma til baka í höfuðið á stjórnendum sveitarfélaganna þar sem lóðum er skilað í miklu magni.

Halldór talaði einnig um gjaldskrár sveitarfélaga og lagði áherslu á að sveitarfélög í landinu fylgist að í þeim málum á næstu misserum. Hann kvað það óábyrgt að segja að skattar og gjöld verði ekki hækkuð á næstunni, það sé ekki hægt nema að draga úr þjónustu. Þá talaði hann um nauðsyn þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélaga.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is /Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Innlent »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...