Ríkissjóður ekki aflögufær

Árni Mathiesen ávarpaði fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun.
Árni Mathiesen ávarpaði fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun. mbl.is/Kristinn

 Árni Mathiesen fjármálaráðherra ávarpaði fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nú í morgun. Í máli hans kom fram atvinnulausum hefur fjölgað um 1.300 frá októberbyrjun fram til dagsins í dag. Þá sagði hann atvinnuleysi munu hækka verulega í næsta mánuði og verða um 3,5%. Hann sagði ljóst að þessi þróun nú leggist langþyngst á höfuðborgarsvæðið, hvað sem síðar kann að verða.

Hann sagði skatttekjur dragast saman á næstunni, útgjöld minnka og vaxtamunur verða neikvæður svo verulegu máli skiptir. Þá muni eftirspurn og hagvöxtur dragast mjög hratt saman. Þó sagði hann óvissu ríkja um flesta þætti í ríkisfjármálunum.  Hann sagði ekki ólíklegt að tekjur ríkissjóðs gætu dregist saman um fjórðung á milli áranna 2008 og 2009. 

Hann sagði þá liggja fyrir að framlög ríkissjóðs til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga geti dregist saman um allavega 10%.

Árni talaði einnig um skuldir ríkissjóðs, sem hafa aukist mjög að undanförnu, ekki síst vegna yfirtöku á viðskiptabönkunum og yfirtöku á skuldabréfum þeim tengdum. Hann sagði ljóst að hið opinbera þurfi að skera niður útgjöld verulega á næstu árum. Bæði ríki og sveitarfélög. Hann sagði að ríkissjóður yrði ekki aflögufær til þess að minnka skuldir sveitarfélaganna á næstu árum.

Hann mælti með setningu fjármálareglna fyrir sveitarfélög, til þess að liðka fyrir því að draga úr útgjöldum hins opinbera. Einnig tók hann fram í svari við fyrirspurn fundarmanns að samráð ríkis og sveitarfélaga þyrfti að þétta á næstunni og leggja eldri deilumál góðæristíma til hliðar.

Versta staða sem hefur sést

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni fyrr í morgun að fjárhagsstaða sveitarfélaganna nú væri sú langversta sem hefði sést. Hann greip til margnotaðrar myndlíkingar og sagði sveitarfélög nú sigla löskuðu fleyi til lands. Hann sagði sveitarfélögin þurfa að leita til síns fjárhagslega bakhjarls, ríkisins, og sagði fjármálaráðherra sýna því skilning þó hann standi sjálfur frammi fyrir alvarlegum vanda ríkissjóðs.

Hann sagði árið 2007 ekki viðmiðunarhæft við neitt, þegar fjárhagur sveitarfélaga er annars vegar. Lóðasala, sem var stór hluti tekna sveitarfélaga á þeim tíma, er nú að koma til baka í höfuðið á stjórnendum sveitarfélaganna þar sem lóðum er skilað í miklu magni.

Halldór talaði einnig um gjaldskrár sveitarfélaga og lagði áherslu á að sveitarfélög í landinu fylgist að í þeim málum á næstu misserum. Hann kvað það óábyrgt að segja að skattar og gjöld verði ekki hækkuð á næstunni, það sé ekki hægt nema að draga úr þjónustu. Þá talaði hann um nauðsyn þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélaga.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is /Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Innlent »

Prófa repjuolíu á humarveiðiskip

05:30 Skip Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði, Þinganes SF-25, er fyrsta íslenska fiskiskipið sem gengur fyrir olíu sem blönduð hefur verið með íslenskri repjuolíu. Vélar skipsins gengu ágætlega á þessari blöndu. Meira »

Vífilsstaðir ekki fyrstu ábataskiptin

05:30 Ríkissjóður Íslands hefur gert tvo samninga við sveitarfélög með ábataskiptasamkomulagi.   Meira »

Milljarðar í ný borgarhótel

05:30 Hátt í 200 hótelherbergi bætast við á Laugaveginum í þessum mánuði með opnun nýrra hótela. Sú viðbót er líklega án fordæma á svo skömmum tíma í sögu þessarar helstu verslunargötu landsins. Meira »

Alþjóðlega mikilvæg búsvæði fugla hér

Í gær, 22:12 Skýrsla um búsvæði fugla og íslenskar fuglategundir var kynnt á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) í gær. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá NÍ, hélt þar tvö erindi, um mikilvæg fuglasvæði á Íslandi og um Breiðafjörð – alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Meira »

Greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns

Í gær, 21:14 Formaður Neytendasamtakanna, Ólafur Arnarson, greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns fyrir þing samtakanna þar sem hann var síðan kjörinn formaður. Hann segir það ekkert leyndarmál að hann hafi smalað á þingið. Hann þvertekur hins vegar fyrir að hafa greitt félagsgjöldin fyrir fólkið úr eigin vasa. Meira »

Stuðningur heima fyrir mikilvægur

Í gær, 20:05 „Þetta var auðvitað stór dagur fyrir NATO þar sem verið var að vígja nýjar höfuðstöðvar bandalagsins hér í Brussel. Það er mjög tilkomumikið að sjá þau tvö minnismerki sem afhjúpuð voru af því tilefni. Annars vegar hluta úr Berlínarmúrnum og hins vegar stálboga úr burðavirki World Trade Center.“ Meira »

Ofninn gangsettur að nýju

Í gær, 18:23 Ljósbogaofn kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík var gangsettur að nýju í gærkvöldi eftir að hafa stöðvast á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Meira »

Jöklarnir þynnast um metra á ári

Í gær, 19:07 Ef fram heldur sem horfir verða jöklar á Íslandi horfnir að öllu leyti eftir 150 til 200 ár, en þeir rýrna nú hraðar en heimildir eru fyrir í Íslandssögunni. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vigdís gengur í Framfarafélagið

Í gær, 18:23 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að taka þátt í starfi Framfarafélagsins, nýs félags Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, sem formlega verður stofnað á laugardaginn. Meira »

„Dásamleg, kurteis og harðdugleg“

Í gær, 17:34 „Ég hef aldrei tjáð mig um áhöfn Baldurs, nema jú til að hrósa henni. Það hef ég ítrekað gert,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Hann er afar ósáttur við orð Halldórs Jóhannessonar, yfirstýrimanns á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Meira »

Ær og lömb krubbuð í krubbur

Í gær, 17:04 Starfið er margt hjá bændum á sauðfjárbúum þar sem sauðburður er víðast langt kominn. Fjárhús eru víða full af nýlega bornum ám sem eru samviskusamlega krubbaðar sundur ein og tvær í krubbu eftir aldri lambanna. Meira »

Costco lækkar olíuverð

Í gær, 16:52 Lítrinn á díselolíu hjá Costco hefur lækkað úr 164,9 krónum niður í 161,9 krónur. Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóri Costco á Íslandi, staðfestir að verðið hafi lækkað um þrjár krónur. Meira »

Mikil örtröð í Costco

Í gær, 16:32 Mikil örtröð hefur verið við Costco í Kauptúni í Garðabæ síðan í morgun og ljóst er að fjölmargir hafa nýtt sér þennan frídag til að gera sér ferð í verslunina. Röð viðskiptavina hefur verið inn í verslunina síðan hún opnaði í morgun klukkan tíu. Meira »

Sigmundur fær sömu tækifæri og aðrir

Í gær, 15:35 „Ég er í mjög öflugum lýðræðislegum samvinnuflokki og fæ útrás þar. Ég er hins vegar alveg ánægður með að menn finni hugsjónum sínum einhvern farveg,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Meira »

Fleiri feður fá hámarksgreiðslur

Í gær, 14:36 Árið 2016 fengu 53 prósent þeirra feðra sem tóku fæðingarorlof hámarksgreiðslu úr fæðingarorlofssjóði á meðan aðeins tæp 25 prósent kvenna fengu hámarksgreiðslu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Stórstjarna keppir á Ísland í sumar

Í gær, 15:48 Kanadíski hjólreiðamaðurinn Ryder Hesjedal verður meðal keppenda í Kia-gullhringnum í júlí, en hann sigraði meðal annars Giro D`Italia-keppnina árið 2012, en það er ein af þremur stærstu götuhjólakeppnum hvers árs og er samtals hjólað í 21 dag. Meira »

Fyrsta alþjóðlega salsadanshátíðin

Í gær, 15:06 Alþjóðlega salsadanshátíðin Midnight Sun Salsa hefst í dag en þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin hér á landi.  Meira »

Dapurleg síðustu Síldarævintýri

Í gær, 14:18 „Undanfarin ár hefur verið mjög dræm mæting á þessa hátíð. Það hefur verið ansi dapurt og veðrið kannski sett strik í reikninginn,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, um Síldarævintýri á Siglufirði sem haldið hefur verið árlega síðan 1991. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
Byrja/Start: 29/5, 26/6 - FRÍ - 4/9, 9/10, 6/11, 4/12:, 8/1: 4 vikur/weeks x 5 ...
 
Móttökuritari og aðstoð
Skrifstofustörf
????????????? ?? ?????? ?????? ? ?????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Litlu Borgar ehf. verður...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...