Valhöll í baði

Valhöll er í sturtubaði eftir atburði næturinnar en einhverjir tóku sig til og máluðu hana að hluta til rauða. Unnið er að því að ná rauða litnum af með háþrýstisprautum en það eru menn frá fyrirtækinu Allt af háþrýstiþvotti sem hafa veg og vanda af verkinu. Um fjögur leytið í nótt fékk lögreglan tilkynningu frá fyrirtækinu Securitas um að húsið hefði tekið breytingum en ekki sást til skemmdarvarganna og enginn liggur undir grun að sögn lögreglu. Þvottamennirnir segja að þetta sé rauð skipamálning og erfið viðureignar en reiknað er með að unnið verði að hreinsun fram eftir degi. 

Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðisflokknum verður öryggisgæsla aukin við Valhöll í kjölfarið.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert