Fundu lifandi leðurblöku

Mynd vf.is/Hilmar Bragi

„Ég sá eitthvað dökkt hangandi á einni þakeiningunni og gekk bara framhjá. Svo ákvað ég að kíkja aftur og viti menn. Þarna hékk leðurblaka og það var greinilegt að henni var skítkalt eða skíthrædd því hún hreifði sig ekki þó fleiri kæmu að og kíktu á hana,“ sagði Óskar Óskarsson, pípulagningamaður hjá Vatnsafli í Reykjanesbæ í samtali við Víkurfréttir.

Óskar var ásamt fleirum var við vinnu við sundmiðstöð á Álftanesi í morgun þegar hann átti þennan óvænta fund við leðurblökuna sem alla jafna sést ekki á Íslandi.

Leðurblakan var sett í kassa og afhent Fræðasetrinu í Sandgerði. Hún er með 6-7 cm langan búk og vænghaf um 30 cm. Hún er dökkbrún á lit og hefur líklega komið með þakeiningunum sem ÍAV fengu frá Noregi. Á vef Víkurfrétta segir að þekkt sé að leðurblökur berist með háloftavindum frá norður eða suður-Ameríku en einnig með skipum sem hafa viðdvöl hér á landi.

Síðast sáust tvær leðurblökur hér á landi í Vestmannaeyjum árið 2003 og náðist önnur þeirra. Hún endaði uppstoppuð á náttúrugripasafninu í Eyjum.

Umfjöllun Víkurfrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert