Greiðslu álags á staðgreiðslu skatta frestað

 Vegna áframhaldandi truflana á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið telur fjármálaráðuneytið að enn séu gildar ástæður til að beita  heimild í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á staðgreiðslu fyrir september.

Mun ráðuneytið því beina þeim tilmælum til skattstjóra og tollstjórans í Reykjavík að fellt verði tímabundið niður álag vegna þeirra skila á staðgreiðslu sem er á eindaga 17. nóvember og gildi sú niðurfelling í eina viku eða til 24. nóvember nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert