Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði

Laun Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra nýja Landsbankans eru 1950 þúsund krónur á mánuði. Þetta var upplýst á fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar með hafa laun allra þriggja bankastjóra nýju ríkisbankanna verið gefin upp.

Birna Einarsdóttir bankastjóri nýja Glitnis upplýsti að laun hennar væru 1750 þúsund á mánuði. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri nýja Kaupþings skýrði frá því að hann hefði 1950 þúsund á mánuði. Í kjölfar gagnrýni m.a. ráðherra á launakjörin fór Finnur fram á að launin yrðu lækkuð til jafns við laun bankastjóra Glitnis. Við því var orðið.

Elín Sigfúsdóttir hjá nýja Landsbankanum neitaði að gefa upp laun sín en kjörin voru upplýst á fundi viðskiptanefndar í morgun. Þau eru eins og fram hefur komið 200 þúsund krónum hærri á mánuði en laun bankastjóra hinna ríkisbankanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert