Fallegar englaraddir

mbl.is/Kristinn

Þótt yngstu börnin í kórnum Englaraddir séu ekki nema þriggja ára eiga þau ekki í neinum vandræðum með að syngja barnalög á mörgum tungumálum, eins og til dæmis spænsku, þýsku og frönsku svo einhver séu nefnd.

„Börnin eiga mjög auðvelt með að læra textana og framburðinn og foreldrar barnanna trúa þessu varla. Þeim finnst þetta afar merkilegt og börnunum finnst þetta mjög gaman,“ segir stjórnandi kórsins, Natalia Chow Hewlett.

Kórinn Englaraddir er nú fimm ára og hafa sum elstu barnanna í kórnum verið í honum frá upphafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert