Aðólf, Júní, Maríkó og Skugga samþykkt

Nýfæddir Íslendingar.
Nýfæddir Íslendingar.

Mannanafnanefnd hefur það sem af er ári kveðið upp 68 úrskurði. Alls hafa borist fjórar umsóknir um millinafn og voru þær allar samþykktar. Um var að ræða nöfnin Vatnsfjörð, Vattar, Brekkmann og Þor.

Kynjaskipting umsókna vegna eiginnafna er nokkuð jöfn það sem af er ári. Þannig bárust 35 umsóknir um karlmannsnafn og var af þeim 21 nafn samþykkt en 14 hafnað. Alls bárust 30 umsóknir um kvenmannsnafn og voru 20 nöfn samþykkt en 10 hafnað.

Á árunum 2004 til 2006 bárust mannanafnanefnd samtals 258 umsóknir um eiginnafn, 120 um karlmannsnafn og 138 um kvenmannsnafn. Á umræddu þriggja ára tímabili samþykkti nefndin um 60% umsókna. Var um þriðjungur umsókna um íslenskt nafn en tveir þriðju umsókna um erlent nafn eða erlendan rithátt. Þetta kemur fram í grein Baldurs Sigurðssonar sem nú bíður birtingar í Hrafnaþingi 5, ársriti íslenskukennara á menntasviði Háskóla Íslands. Baldur er dósent við HÍ og einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd.

Í grein sinni bendir Baldur á að þegar nöfn eru samþykkt séu tveir möguleikar. Annars vegar að nafnið sé að gerð og rithætti samkvæmt íslenskri málhefð og því samþykkt án athugasemda. Hins vegar að nafnið uppfylli ekki ákvæði laganna um íslenskan búning en sé samþykkt vegna hefðar. Nefnir hann sem dæmi um hvoru tveggja nöfnin: Geiri, Stína, Kaktus, Ljósálfur, Náttmörður, Nóvember, Súla, Julian og Nicole.

Þeim nöfnum sem hafnað er má skipta í tvo hópa. Annars vegar er um að ræða erlend nöfn með erlendri stafsetningu eða erlend að gerð, en slíkt nöfn eru um það bil 60% þeirra nafna sem hafnað hefur verið. Nefnir hann sem dæmi: Anastasia, Diana, Christofer, Kim, Magnus og Sven. Hins vegar er að að ræða íslensk nöfn sem bera í sér eitthvert frávik í stafsetningu, endingu, kyni eða samsetningu sem geri það að verkum að það beygist ekki eðlilega í íslensku. Nefnir hann sem dæmi: Mizt, Ástmary, Hnikarr og Jóvin. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert