Steiktu 2500 laufabrauðskökur

Helena Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir við laufabrauðsgerðina í matreiðslustofu Oddeyrarskóla …
Helena Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir við laufabrauðsgerðina í matreiðslustofu Oddeyrarskóla í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Konur í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu á Akureyri koma árlega saman, skera út og steikja saman laufabrauð. Í gær steiktu þær 2500 kökur sem að mestu voru seldar fyrirfram. Þarna steikir Helena Eyjólfsdóttir, dægurlagasöngkonan kunna, og Hólmfríður Kristjánsdóttir tekur síðan við og pressar kökurnar.


Klúbburinn safnar árlega fé fyrir einhverju góðu málefni; að þessu sinni ætla Zontakonur að kaupa sérstaka tösku sem ljósmæður hafa með sér þegar kona fæðir barn heima. Slík taska hefur ekki verið til á Akureyri heldur hefur þurft að fá hana lánaða frá Reykjavík fyrir hverja heimafæðingu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert