Hlýnandi veður á morgun

Varað er við hættu á ísingu á vegum.
Varað er við hættu á ísingu á vegum. Rax / Ragnar Axelsson

Vegagerðin sendi út tilkynningu í kvöld þar sem vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgát þar sem víða eru aðstæður til að ísing geti myndast á vegum. Spáð er kólnandi veðri um landið norðanvert.

Veðurstofan spáði í kvöld norðvestlægri átt, fremur stífri sunnan- og austanlands í fyrstu en síðan á að lægja. Dálítil él verða norðanlands en annars þurrt að mestu og lægir í kvöld. Hiti verður 0 til 5 stig en svo frystir víða um landið norðanvert.

Í nótt og í fyrramálið gengur í suðvestan 8-13 m/s með rigningu en snjókomu eða slyddu norðaustantil. Heldur hvassara verður þegar kemur fram á morgundaginn. Léttir til austanlands seinnipartinn. Veður fer þá hlýnandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert