Vissi ekki af hlut ráðuneytisstjóra í Landsbanka

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, upplýsti á Alþingi í dag að hann hefði ekki vitað að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, hefði átt hlut í Landsbankanum. Fram hefur komið, að Baldur seldi hlut sinn áður en bankinn féll.

Árni sagði jafnframt, að hann teldi ekki að Baldur hefði á þessum tíma haft aðrar upplýsingar um Landsbankann en þær, sem voru á almanna vitorði og því væri ekkert athugavert við að hann ráðstafaði sínum eignum eins og hann teldi best.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, spurði ráðherrann um mál Baldurs og sagðist telja það verulega ámælisvert, að ráðuneytisstjórinn hefði selt hlutabréf sín í bankanum eftir fund Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, og Alistairs Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, í byrjun september en Baldur var viðstaddur fundinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert