Vond tilfinning fyrir þessu

„Ég hef vonda tilfinningu fyrir þessu og ég segi bara að lengi getur vont versnað í því hvernig ríkisstjórnin heldur á þessum málum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um samkomulagið vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Hann segir að sú „martröð“ sem hann hafi óttast frá byrjun sé nú að ganga eftir.

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, segist ekki sjá nein efri mörk í skuldbindingu Íslands. „Ég sakna efri marka sem íslensk þjóð gæti ráðið við,“ segir Pétur.

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að íslensk stjórnvöld hafi verið í mjög þröngri stöðu og ekki getað annað en gert þetta samkomulag.

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, vill fá að skoða samkomulagið áður en hann tjáir sig og vonast eftir fundi með stjórnarandstöðunni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert