Átta skólar kepptu til úrslita

Keppendur og nemendur Austurbæjarskóla fögnuðu úrslitunum.
Keppendur og nemendur Austurbæjarskóla fögnuðu úrslitunum. Árni Sæberg

Austurbæjarskóli sigraði í hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, Skrekk 2008, í kvöld. Laugalækjarskóli varð í 2. sæti og Hagaskóli í 3. sæti. Keppnin fór fram fyrir í Borgarleikhúsinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri afhenti sigurvegurunum verðlaunin. Hún sagði ljóst að Ísland sem ætti þetta unga hæfileikafólk þyrfti ekki að kvíða.

Átta grunnskólar kepptu til úrslita. Skólarnir sem komust í úrslit að þessu sinni voru Austurbæjarskóli, Hagaskóli, Hamraskóli, Hólabrekkuskóli, Hvassaleitisskóli, Seljaskóli og Víkurskóli.

Skrekkur hefur undanfarin ár notið sívaxandi vinsælda nemenda grunnskólanna og hefst undirbúningur keppninnar í mörgum skólum strax í upphafi haustannar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert