Ekkert kallar á pólitískar afsagnir

Það vekur almenna athygli að einungis stjórnarandstæðingar segja af sér þessa dagana þegar allstaðar er kallað eftir að einhverjir axli ábyrgð á bankahruninu.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að allir hljóti að hugleiða með sjálfum sér hver þeirra ábyrgð sé. Hann telur þó ekkert hafa komið fram sem kalli á pólitískar afsagnir.

Hann segist ekki ætla að blanda sér í innri mál Framsóknarflokksins. Þetta sé sorglegt og hann sakni sins gamla félaga og samstarfsmanns Guðna Ágústssonar úr stjórnmálunum. Hann skilji ekki hvað sé í gangi í Framsóknarflokknum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert