Líftækniverksmiðja opnuð

 Líftækniverksmiðja verður opnuð á vegum Matís ohf. í Verinu á Sauðárkróki í dag. Með henni er komið upp vettvangi fyrir rannsóknir og þróun á sviði líftækni og lífvirkra efna.

Mikill og vaxandi áhugi er á markfæði og lífvirkum efnum. Sala afurðanna hefur vaxið um á annan tug prósenta á ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu. Áhuginn stafar af því að afurðirnar geta haft heilsusamleg áhrif og jafnvel fyrirbyggt ýmsa sjúkdóma og kvilla.

Hörður G. Kristinsson, deildarstjóri lífefnadeildar Matís-Prokoria, segir að á Íslandi sé ýmislegt hráefni sem hægt er að nýta til framleiðslu á þessum afurðum. Hráefnið hafi hingað til verið afar illa nýtt og enn eigi eftir að finna mikið af nýjum afurðum úr náttúru og hafríki Íslands. „Það er því mikil framtíð fyrir Íslendinga á þessu sviði,“ segir Hörður.

Matís hefur verið að byggja upp líftæknismiðju í Verinu á Sauðárkróki og mun Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opna hana formlega við athöfn sem hefst klukkan 16.30 í dag. Í líftæknismiðjunni er annars vegar vel búin rannsóknarstofa sem nú er að taka til starfa og hins vegar aðstaða til áframhaldandi þróunar og framleiðslu afurða úr efnunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert