Seðlabankinn og fjármálaráðuneyti komust á hryðjuverkalistann

Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og bankaráðsmaður Seðlabankans, skrifar í dag grein í bandaríska dagblaðið Wall Street Journal þar sem hann fer yfir bankahrunið á Íslandi og gagnrýnir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, harðlega fyrir aðgerðir gegn Íslandi.

Fram kemur í grein Hannesar, að Seðlabankinn og íslenska fjármálaráðuneytið hafi í stuttan tíma verið á lista breska fjármálaráðuneytisins yfir hryðjuverkasamtök eftir að eignir Landsbankans voru frystar í Bretlandi. Landsbankinn var einnig á listanum.

Greinin ber yfirskriftina: Ísland yfirgefið. Segir Hannes  í greininni, að seðlabankar ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, sem neituðu að koma til aðstoðar íslenska seðlabankanum í aðdraganda hrunsins, hafi varla gert sé grein fyrir því hvaða skaða þær aðgerðir myndu valda utan Íslands. Og Brown hafi sennilega ekki skilið, að með því að fella íslensku bankana myndi hann valda breskum sparifjáreigendum meira tjóni en ef hann hefði haldið ró sinni og tekið þátt í að leysa málin.

Grein Hannesar Hólmsteins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert