Hugmynd forsætisráðherra

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að hann hafi átt hugmyndina um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins en mikið hefur verið fjallað um mögulega sameiningu undanfarna tvo daga. Hafa þingmenn Samfylkingarinnar tekið undir þau orð Geirs að sameiningin væri góður kostur.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fjallaði meðal annars um ókosti þess að bankaeftirlitið var flutt úr Seðlabankanum yfir til Fjármálaeftirlitsins árið 1998 í ræðu á fundi Viðskiptaráðs í gær. „Það má vera að það hafi verið mikil mistök að færa fjármálaeftirlit undan Seðlabanka, en það er önnur saga."

Í samtali við mbl.is að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins nú síðdegis sagði Geir að sameiningin væri ekki raunhæfur kostur fyrr en krónan færi á flot.

Hann segist eiga von á því að það yrði gert fljótlega eftir að lánið verður afgreitt frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem gæti gerst innan skamms.

Geir sagði að ákveðið hafi verið að skipa vinnuhóp varðandi sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.  

Í Morgunblaðinu í dag lagði Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, á það áherslu að af sameiningunni yrði áður en krónunni yrði hleypt á flot, en til stendur að það verði fyrir áramót.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Geir H. Haarde, forsætisráðherra mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert