Lána Íslandi 350 milljarða króna

Norska stórþingið í Ósló. Norðurlandaþjóðirnar hyggjast lána Íslendingum 2,5 milljarða …
Norska stórþingið í Ósló. Norðurlandaþjóðirnar hyggjast lána Íslendingum 2,5 milljarða dala. mbl.is/Magnus Fröderberg

Finnska fjármálaráðuneytið skýrði frá því í dag að fjórar Norðurlandaþjóðir muni lána Íslandi samtals um 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar hátt í 350 milljörðum íslenskra króna.

Martti Hetemaki, starfsmaður í finnska fjármálaráðuneytinu, sagði ákvörðun Finna, Svía, Norðmanna og Dana hafa legið fyrir eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, samþykkti að lána Íslandi 2,1 milljarð dala, um 290 milljarða króna, í gær.

„Það er sameiginlegur vilji okkar Norðurlandaþjóðanna að koma Íslendingum til aðstoðar undir gríðarlega erfiðum efnahagsaðstæðum,“ sagði Hetemaki í samtali við finnska fjölmiðilinn YLE. „Peningarnir verða notaðir til að koma á stöðugleika í gjaldmiðlinum og til að fjármagna innflutning.“

Heildarlán til Íslendinga nemur því um 640 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi Bandaríkjadals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert