Nýja Seðlabankastjórn

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Golli

Það hlýtur að vera forsenda fyrir því að veita Seðlabankanum fé að ekki sé sama stjórn yfir honum og keyrð i hann í þrot. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag í umræðum um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og áréttaði að meirihluti væri fyrir því á Alþingi að koma á faglegri yfirstjórn bankans.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafnaði þeirri fullyrðingu Helga að Seðlabankinn væri tæknilega gjaldþrota og sagði ekkert upp á bankann að klaga. Þar hefðu menn unnið vinnuna sína.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði ljóst að ríkisstjórnin væri óstarfhæf. Ríkisstjórnarflokkarnir gætu ekki hagað sér svona. „Við sitjum hér og horfum upp á ríkisstjórnarflokkana berja hvorn annan í beinni útsendingu, í alvarlegu máli,“ sagði Siv. Sagðist hún vorkenna forsætisráðherra, sem reyndi að standa vaktina, og bætti við að hún hefði ekki lyst á að taka aftur til máls um þetta hneyksli.

Geir H. Haarde mælti í dag á Alþingi fyrir þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að leiða til lykta áform um fjárhagslega fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sagðist Geir vilja að afstaða þingmanna til málsins liggi skýrt fyrir.  Gert er ráð fyrir að umræðan standi yfir fram á kvöld.

Þingsályktunartillaga um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn 

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert