Róbert Wessmann í heimsókn á sjúkrahús

Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is/Kristinn

„Róbert Wessman mætti, að því er mér er sagt, ásamt starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og sýndi þar mikinn áhuga á skurðstofum sem til stendur að loka,“ segir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, en hún spurði heilbrigðisráðherra út í hvers vegna auðmaður heimsækti stofnunina með þessum hætti. 

Helga segir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið á staðnum í tvo daga og að á þriðja degi hafi Róbert mætt með þeim.  Spyr Helga hvort það eigi að draga sífellt úr framlagi til heilbrigðisþjónustu þannig að stofnanirnar verði geldar og Sjálfstæðisflokkurinn nái þá að keyra einkavæðingarstefnu sína í gegn. Vísar hún m.a. til þess að fæðingardeildin í Reykjanesbæ verði í framhaldinu af niðurskurði í mýflugumynd. „Á sama tíma mætir þarna maður sem virðist eiga skotsilfur,“ segir Helga Sigrún og bætir við að Róbert hafi ekki verið þar í læknisskoðun. 

Helga Sigrún Harðardóttir.
Helga Sigrún Harðardóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert