Gríðarlegt álag á bankamenn

Gríðarlegt vinnuálag hefur verið á starfsmönnum í sumum deildum Nýja Kaupþings banka undanfarnar vikur. Svali Björgvinsson, yfirmaður starfsmannasviðs Nýja Kaupþings banka hf., sagði dæmi um starfsmenn sem hefðu skilað yfir 150 yfirvinnustundum á mánuði. Í einum mánuði eru 173,3 vinnustundir svo vinnuálagið nálgaðist að vera tvöfalt. Hann sagði að sem betur færi væru fá dæmi um slíkt.

Svali sagði þetta mikla álag tengjast uppgjöri gamla Kaupþings banka og því að koma Nýja Kaupþingi banka af stað. Einnig hefði heilmikið af þessari vinnu verið fyrir skilanefnd bankans. Sumt þurfti að gerast mjög hratt fyrst eftir umskiptin sem krafðist mikillar vinnu. Álagið hefði verið langmest í október.

Nýir ráðningarsamningar við alla starfsmenn bankans

„Stór hluti af þessu gríðarlega álagi ætti að vera tímabundinn,“ sagði Svali. Hann sagði álagið hafa verið mest á nokkrum sviðum, m.a. á viðskiptasviði, lögfræðisviði og starfsmannasviði. T.d. hefðu verið gerðir nýir ráðningarsamningar við alla starfsmenn bankans.

„Margir hér hafa farið lengra en ég hélt að mannlegt úthald og kraftur næðu yfir og hetjur fæðst á hverjum degi,“ sagði Svali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert