Vilja kyrrsetja eignir bankastjórnenda

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir.

Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um að eigur stjórnenda bankanna, eigenda þeirra og tengdra aðila, verði frystar þar til opinber rannsókn leiðir í ljós hvort viðkomandi njóti réttarstöðu sakbornings vegna gruns um refsiverða háttsemi.

Álfheiður Ingadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en þar er lagt til að ákvæði um frystingu eigna verði bætt við neyðarlögin, sem samþykkt voru fyrir sjö vikum.

Í greinargerð með frumvarpinu segir, að nú séu margar vikur liðnar frá hruni bankanna án þess að rannsókn sé hafin á aðdraganda þess og hugsanlegri saknæmri háttsemi fyrrverandi stjórnenda, eigenda og annarra tengdra aðila er hætt við að rannsóknarhagsmunum verði spillt og eignum jafnvel skotið undan.

Í núgildandi lögum séu upptöku eigna settar þröngar skorður en miðað við aðstæður sé rík ástæða til að rýmka nú þegar heimildir til kyrrsetningar eigna sem að lokinni rannsókn kunna að vera taldar tengjast ólögmætri auðgun eða vera andlag skaðabótakrafna einstaklinga sem hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna starfsemi bankanna undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert