Í draumi sérhvers manns

Iðnaðarráðherra segir á fjórða hundrað störf verða til vegna endurnýjunar búnaðar í álverinu í Straumsvík. Hann var gagnrýndur af framsóknarmönnum fyrir stórkarlalega olíudrauma í þinginu í dag. Hann minntist hinsvegar á draum fyrrverandi forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálamiðstöð á Íslandi.

Hann vonast ennfremur til þess að þegar greiðist úr lánamöguleikum orkufyrirtækja verði halda áfram orkuvinnslu á Norðurlandi en hægt verði að nýta þá orku til stóriðju. Þá verði settar um 7 til 800 milljónir í ferðaþjónustuna.

Þetta kom meðal annars fram í svari ráðherrans til Eyglóar Harðardóttur sem vildi vita hvað ráðherrann hyggðist fyrir í komandi atvinnuleysi.  Hún sagði augljóst að ráðherrann hefði margt lært að framsóknarmönnum sem hefðu tekið við eftir að hann sat í sinni fyrstu ríkisstjórn og reynt að greiða úr glundroðanum sem þá hefði skapast og skapa raunveruleg störf en ekki stunda neina akróbatík.

Hún skaut fast á ráðherrann vegna olíudrauma hans sem næðu fimmtán tuttugu ár fram í tímann og lyktuðu af testesteroni ogstórkarlalegum hugsunarhætti.  Össur sagði olíudraumana eiga upptök sín í ráðherratíð fyrrverandi ráðherra Valgerðar Sverrisdóttur Hann sagði lýsandi fyrir Framsóknarflokkinn að þingmaður sem aðeins hefði setið í tæpa viku væri farinn að gagnrýna formanninn úr ræðustól á alþingi.

Og Össur sagði Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra hafa átt sér annan draum nefnilega alþjóðlega fjármálamiðstöð á Íslandi. Þannig hafi draumar flokksins verið þá. Það viti allir hvernig  sá draumur hafi endað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert