Tæp 70% vilja flýta kosningum

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja tæplega sjötíu prósent landsmanna flýta alþingiskosningnum. Stærsti hópurinn, 38,6% vilja kosningar vorið 2009.

Sé litið á óskir um kosningar eftir stuðningi við stjórnmálaflokka vilja nánast allir kjósendur Framsóknarflokksins kjósa eftir áramót eða í vor. 85,7% Vinstri grænna vilja kosningar í síðasta lagi í vor.

Meðal stuðningsmanna stjórnarflokkanna er meiri vilji meðal kjósenda Samfylkingarinnar en Sjálfstæðisflokks fyrir því að kosningum verði flýtt. 71,3% kjósenda Sjálfstæðisflokks vilja ekki flýta kosningum en 23,3 vilja kosningar í síðasta lagi í vor.

27,6% kjósenda Samfylkingarinnar vilja ekki flýta kosningum en 63,7% vilja kosningar í síðasta lagi í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert