Skjárinn lækkar efniskostnað

Skjárinn segir, að takast muni að endursemja við birgja um greiðslur og sýningarrétt og lækka þannig kostnað umtalsvert. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir, að ef eigi að takast að halda rekstrinum áfram verði hins vegar að jafna samkeppnisumhverfi sjónvarpsstöðva þannig að Ríkisútvarpið hverfi af sjónvarpsauglýsingamarkaði.

Sigríður Margrét Oddsdóttir segir í tilkynningu, að tekist hafi að endursemja við birgja um greiðslur og sýningarrétt. Samningarnir, sem þegar hafi verið tryggðir, feli í sér umtalsverðan sparnað fyrir fyrirtækið og tryggingu þess efnis að þróun íslensku krónunnar á næsta ári muni hafa mjög takmörkuð áhrif á rekstur félagsins.

Yfir 55 þúsund Íslendingar hafa undirritað áskorun, sem birt hefur verið á vef Skjásins, til menntamálaráðherra og ríkisstjórnar Íslands um að leiðrétta ójafnt samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Verða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra afhentar þessar undirskriftir við fyrsta tækifæri.

Skjárinn sér um rekstur auglýsingasjónvarpsstöðvarinnar SkjásEins og  SkjásBíós og SkjásHeims.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert