Laun embættismanna ákvörðuð eftir helgi

Niðurstaða um launakjör þeirra embættismanna sem Kjararáð ákveður mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Fundi ráðsins lauk nú fyrri skemmstu.  „Við vonumst til að geta gengið frá svari til forsætisráðherra strax eftir helgina,“ segir Guðrún Zöega, formaður Kjararáðs.

Launalækkun forseta verður þó væntanlega ekki hluti af þeirri ákvörðun þar  sem að skýrt er tekið fram í stjórnarskrá að ekki megi lækka laun forseta á kjörtímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert