Mótmæla fyrirhugaðri lokun harðlega

Rauði punkturinn sýnir hvar á að loka.
Rauði punkturinn sýnir hvar á að loka.

Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun
vinstru beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Fram kemur í ályktun frá stjórninni að lokunin muni óhjákvæmilega stórauka umferð um Réttarholtsveg, sem nú þegar sé allt of þung og hröð.

Stjórnin segist treysta því að Borgarstjórn Reykjavíkur leiðrétti þau mistök borgarráðs að samþykkja lokunina.
 
„Stjórn Íbúasamtaka Bústaðahverfis bendir borgarfulltrúum á að Réttarholtsvegur klífur skólahverfi og yfir götuna þurfa hundruð barna að ganga á degi hverjum. Mikil mildi er að ekki hafi orðið stórslys á gangandi vegfarendum á Réttarholtsvegi og bráð nauðsyn að bæta þar  umferðaröryggi og draga verulega úr umferð um götuna frá því sem nú er.

Fyrirhuguð lokun mun enn auka á óásættanlega hættu hundruða barna og unglinga sem þurfa að ganga yfir Réttarholtsveg á leið í og úr skóla. Samþykkt borgarráðs um að heimila lokun kemur íbúum Bústaðahverfis í opna skjöldu þar sem borgarstjóri hafði síðastliðið vor heitið íbúum hverfisins að hugmyndir um lokun vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut hefðu verið slegnar af,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert