RUV af auglýsingamarkaði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem gerir ráð fyrir því að það hverfi að hluta til af auglýsingamarkaði. Málið hefur ekki kynnt þingflokkunum en vonast er til að þingið geti tekið það til meðferðar í næstu viku.

Starfsemi Ríkisútvarpsins verður skorin niður um fimmtán prósent og voru áformin kynnt í dag. Sá niðurskurður tengist þó ekki efni frumvarpsins. Ráðherrann vildi ekki segja til um hversu langt yrði gengið með frumvarpinu en sagði að þess yrði gætt að Ríkisútvarpið gæti eftir sem áður sinnt lögbundnu hlutverki sínu.

Frumvarpið er árangur af starfi starfshóps ráðherra um fjölmiðla sem settur var laggirnar vegna ástandsins á fjölmiðlamarkaði. Starfshópurinn hefur þó ekki lokið störfum því eftir er að skila tillögum um einkareknu fjölmiðlana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert