Skilagjald Endurvinnslunnar hækkar

Skilagjald Endurvinnslunnar hf. og umboðsaðila fyrirtækisins um allt land hækkar úr 10 krónum í 12 um mánaðamótin. Um er að ræða gjald fyrir einnota umbúðir fyrir gosdrykki, vatn, ávaxtasafa og áfenga drykki.

Gert er ráð fyrir að um 100 milljónum eininga verði skilað til endurvinnslu á þessu ári, sem er um 85% skilahlutfall. Um 2300 tonn verða flutt út á árinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert