Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs

Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., hélt í dag fund með starfsmönnum fyrirtækisins. Einar fjallaði þar um vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu félagins og vísaði á bug orðrómi um að fyrirtækið hefði í dag óskað eftir greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskiptum.

Einar kynnti fjárhagslega stöðu fyrirtækisins fyrir starfsfólki. Fram kom að lausafjárstaða félagsins er erfið. Byrjað var í dag að greiða út laun, en fyrir liggur að ekki tekst að ljúka því fyrir tilsettan tíma nú um mánaðamótin.

Áfram verður unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs hf. um helgina, í samstarfi við viðskiptabanka fyrirtækisins, Glitni. Vonast er til að niðurstaða í þeirri vinnu liggi fyrir í helgarlok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert