Lýðræðishreyfingin fundar

Hreyfingin efnir til fundar að loknum útifundinum við Austurvöll klukkan …
Hreyfingin efnir til fundar að loknum útifundinum við Austurvöll klukkan 15.00 síðdegis í dag. mbl.is

Lýðræðishreyfingin, þverpólitískt kosningabandalag lýðræðissinna, efnir til málfundar í Hressingarskálanum í dag, að loknum útifundinum á Austurstræti klukkan 15.00.

Fundurinn hefst klukkan 16.00 og mun Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur og formaður Fjölskylduhjálpar íslands opna fyrir umræður, sem verða frjálsar á opnum ræðupalli.

Lýðræðishreyfingin hefur sett í gang undirskriftarsöfnun þar sem lögð er fram krafa um kosningar, að sögn Ástþórs Magnússonar, eins stofnenda hreyfingarinnar.

Að sögn Ástþórs er hreyfingin þverpólitískt kosningabandalag sem mun styðja 126 einstaklinga til framboðs við næstu Alþingiskosningar.

Nánar má fræðast um hreyfinguna hér.

Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur opnar fyrir umræður á fundinum.
Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur opnar fyrir umræður á fundinum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert