Samið um 20 þúsund króna launahækkun

Launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamninga við viðsemjendur sína í húsi ríkissáttasemjara fyrr í dag. Um er að ræða framlengingu fyrri samninga.  

Á vef Starfsgreinasambands Íslands kemur fram að gildistími samningsins er 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 með fyrirvara, sbr. yfirlýsingu sem fylgir samningnum.  Ný launatafla tekur gildi frá.1. desember 2008 og samkvæmt henni hækka launataxtar um 20.300 krónur. Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu og ræsting samkvæmt fermetragjaldi fá 16% hækkun.  

Meðal annarra helstu atriða samningsins má nefna að orlofsuppbót árið 2009 verður 25.200 krónur. Persónuuppbót í desember 2008 verður 72.399 krónur. Réttur foreldra til fjarveru á launum vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga. Nýtt framlag til endurhæfingar á að verða öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi starfa á vinnumarkaði. Á ssamningstímanum skal endurskoða innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og áframhaldandi þróun þess.

Félagsmönnum aðildarfélaga SGS verður kynntur samningurinn á næstu dögum og stefnt er að því að atkvæðagreiðslu um samninginn verði lokið 17. desember nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert